Back in the DDDK!!!
Hæ,
Jæja, ég hef nú verið svona frekar latur viðað færa til bókar og bloggs upp á síðkastið. Nú er ég endanlega kominn heim eftir rúmlega mánaðar útlegð í Róm og London.
Eins og kom fram í síðasta bloggi þá skrapp ég í einn sólarhring til Danmerkur í atvinnuviðtal hjá UPS í Skandinavíu. Það gekk svona líka svakalega vel að ég verð ráðinn og byrja í lok komandi viku. Ég skal viðurkenna það að ég er í hálfgerðu spennufalli eftir þetta, enda búinn að vera án vinnu þannig séð í næstum 5 mánuði. Ég segi nánar frá UPS þegar það byrjar.
Eftir að ég kom til baka til Rómar þá tóku við einstaklega ljúfir dagar. Fyrst kláraðist þjálfunin fyrir þátttakendurna frá Malí, Tógó, Niger og fleiri vestur Afríkulöndum. Þetta var skemmtilegur hópur en neita því ekki að tölvuólæsið var pirrandi á köflum.
Eftir "útskrift" á hópnum var farið á gott rölt um bæinn með Cagri og Ipek konunni hans. Ég náði loks almennilegum túrista þarna. Ég skoðaði Pantheon, Spænsku þrepin, frönsku kirkjuna á toppi spænsku þrepanna, tískuverslunargötuna í Róm og fleira á þessum eftirmiðdegi. Endaði svo á ís í miðbænum og það verður að segjast eins og er að Ítalarnir gera fantagóðan ís.
Daginn eftir fór ég svo í kosninga og eurovisionvöku hjá Grími, sem vinnur líka hjá FAO og raunar bjó bara rétt hjá mér. Þarna mættum við nokkrir Íslendingar og áttum frekar fínar stundir á meðan stjórnin hélt og féll. Maturinn var ferlega góður og svo hafði ég verslað þessa fínu hnallþóru í ítölsku bakaríi...ég hefði nú viljað hafa eina slíka hjá mér núna.
Dagarnir á eftir voru sallarólegir. Ég náði að fara á ströndina með Björgvini og co og út að borða. Síðasta kvöldið var okkur CountrySTAT guttunum, frekar þunnskipað lið þann daginn, í pizzu og bjór hjá Bossanum honum Kafkas. Fínn endir á annars frábærum mánuði. Áður en ég fór að sofa þá spjallaði ég við leigusalann minn hann Michael og þakkaði fyrir mig. Hann reyndist mér virkilega vel þennan mánuðinn.
LONDON 17-20 maí.
Jæja, það kom svo loks að því að við hittumst hópurinn í London. Ferð sem búið var að bíða eftir í fleiri mánuði og hitti svona þrælvel inn á þennan mánuð sem ég var í Róm. Ég flaug beint frá Róm til London með Ryanair. Lággjaldaflugfélag par excellance. Ég neita því ekki að það virkaði nú ekki traustvekjandi þegar maður rölti inn í vél og fremstu 5 og 7 öftustu sætaraðir áttu að vera tómar í flugtaki og lendingu til að halda jafnvægi. Ég svona hélt að þegar svona græjur væru hannaðar að þetta væri nú kannski eitthvað sem menn pældu í. En ég er nú bara með BA próf í ensku ekki í flugvirkjun eða álíka. Flugið gekk nú annars vel og gaman að fylgjast með miðaldra ítalanum sem sat nálægt mér hvað hann hafði einbeittan vilja til að vera fyrstur út úr vélinni og náði því með glæsibrag, enda búinn að vera í startholunum alla ferðina. Hann hafði komið töskunni sinni haganlega fyrir í aftasta hólfi og vissi greinilega að vélin yrði opnuð í báða enda þegar okkur yrði hleypt út. Aðdáunarvert að fylgjast með guttanum. Leitt fyrir hann að gróðinn var fátæklegur því að allur tími sem vannst hvarf eins og dögg fyrir sólu í vegabréfa og öryggistékkinu á Stanstead...(ekki viss á stafsetningunni). Bretinn er alveg með öryggismálin í lagi og tilheyrandi "opinbera þolinmæði" með.
Jæja í gegnum öryggistékkið komst ég með töskuna mína sem er ríflega 20 ára gömul, þung og leiðinleg og ekki hægt að draga nema að skilja eftir veruleg ummerki á nylonleðrinu. Félagar mínir í ferðinni voru töluvert nær í nútíma og þægindum hvað þetta varðar.
Ég hitti svo Ragga, Mundu, Steina og Guðrúnu í lestinni á leið inn til London og fékk mér minn fyrsta "americano" kaffibolla í heilan mánuð. Við lölluðum svo inn á hótel eftir smá kortaakróbat, sem var nú bara fínt þar sem ég hafði svona frábæra tösku með í för.
Hótelið var fínt. Misþröngt en alveg nóg, amk fyrir mig. Ég þarf ekki meira. Rúmið var einnig alveg þrælfínt, enda búið við rúmhallæri í þó nokkurn tíma.
Við tók svo þrælskemmtileg helgi þar sem hvergi var sparað í mat, drykk og hlátri.
Ég verð að minnast á matinn. Við fórum á þrjá veitingastaði, mexíkanskan, franskan og svo marókóskan. Allt alveg ferlega flottir staðir með fantagóðan mat, ef undanskilið er sniglaforrétturinn á franska staðnum. Alls ekki fullnægjandi þar. En annað var frábært. Þjónarnir út um allt og svo var eldri kona þarna sem sýndi flott töfrabrögð og hefur tryggt það að Steini mun dreyma laufa þrista í mörg ár.
Marókóski staðurinn stóð upp úr fyrir mig. Maturinn var geggjaður. Ég hreinlega át yfir mig þarna og vinir mínir voru farnir að efast um hæfni mína í að stoppa. En já magnaður matur og rauðvínið var einmitt fyrirtak líka.
Jæja læt þessari færslu lokið í bili. Heill mánuður að baki sem fer í upplifunar og reynslubankann. Ég þakka þeim sem gerðu mér þetta fært og svo yndislegu samferðafólki mínu í klúbbnum. Nú tekur "alvaran" og straumur af samliggjandi virkum dögum. Þrátt fyrir að ég hafi verið í vinnu í Róm þá var þetta líka eins og frí.
Ég ætla að halda áfram að njóta helgarinnar með krökkunum mínum. Við erum búin að hugga okkur töluvert og munum halda því áfram á afmælishelgi kristinnar kirkju.
Lifið heil og gleðilega Hvítasunnu.
Arnar Thor
PS: myndir hér http://picasaweb.google.com/arnar.thor
Jæja, ég hef nú verið svona frekar latur viðað færa til bókar og bloggs upp á síðkastið. Nú er ég endanlega kominn heim eftir rúmlega mánaðar útlegð í Róm og London.
Eins og kom fram í síðasta bloggi þá skrapp ég í einn sólarhring til Danmerkur í atvinnuviðtal hjá UPS í Skandinavíu. Það gekk svona líka svakalega vel að ég verð ráðinn og byrja í lok komandi viku. Ég skal viðurkenna það að ég er í hálfgerðu spennufalli eftir þetta, enda búinn að vera án vinnu þannig séð í næstum 5 mánuði. Ég segi nánar frá UPS þegar það byrjar.
Eftir að ég kom til baka til Rómar þá tóku við einstaklega ljúfir dagar. Fyrst kláraðist þjálfunin fyrir þátttakendurna frá Malí, Tógó, Niger og fleiri vestur Afríkulöndum. Þetta var skemmtilegur hópur en neita því ekki að tölvuólæsið var pirrandi á köflum.
Eftir "útskrift" á hópnum var farið á gott rölt um bæinn með Cagri og Ipek konunni hans. Ég náði loks almennilegum túrista þarna. Ég skoðaði Pantheon, Spænsku þrepin, frönsku kirkjuna á toppi spænsku þrepanna, tískuverslunargötuna í Róm og fleira á þessum eftirmiðdegi. Endaði svo á ís í miðbænum og það verður að segjast eins og er að Ítalarnir gera fantagóðan ís.
Daginn eftir fór ég svo í kosninga og eurovisionvöku hjá Grími, sem vinnur líka hjá FAO og raunar bjó bara rétt hjá mér. Þarna mættum við nokkrir Íslendingar og áttum frekar fínar stundir á meðan stjórnin hélt og féll. Maturinn var ferlega góður og svo hafði ég verslað þessa fínu hnallþóru í ítölsku bakaríi...ég hefði nú viljað hafa eina slíka hjá mér núna.
Dagarnir á eftir voru sallarólegir. Ég náði að fara á ströndina með Björgvini og co og út að borða. Síðasta kvöldið var okkur CountrySTAT guttunum, frekar þunnskipað lið þann daginn, í pizzu og bjór hjá Bossanum honum Kafkas. Fínn endir á annars frábærum mánuði. Áður en ég fór að sofa þá spjallaði ég við leigusalann minn hann Michael og þakkaði fyrir mig. Hann reyndist mér virkilega vel þennan mánuðinn.
LONDON 17-20 maí.
Jæja, það kom svo loks að því að við hittumst hópurinn í London. Ferð sem búið var að bíða eftir í fleiri mánuði og hitti svona þrælvel inn á þennan mánuð sem ég var í Róm. Ég flaug beint frá Róm til London með Ryanair. Lággjaldaflugfélag par excellance. Ég neita því ekki að það virkaði nú ekki traustvekjandi þegar maður rölti inn í vél og fremstu 5 og 7 öftustu sætaraðir áttu að vera tómar í flugtaki og lendingu til að halda jafnvægi. Ég svona hélt að þegar svona græjur væru hannaðar að þetta væri nú kannski eitthvað sem menn pældu í. En ég er nú bara með BA próf í ensku ekki í flugvirkjun eða álíka. Flugið gekk nú annars vel og gaman að fylgjast með miðaldra ítalanum sem sat nálægt mér hvað hann hafði einbeittan vilja til að vera fyrstur út úr vélinni og náði því með glæsibrag, enda búinn að vera í startholunum alla ferðina. Hann hafði komið töskunni sinni haganlega fyrir í aftasta hólfi og vissi greinilega að vélin yrði opnuð í báða enda þegar okkur yrði hleypt út. Aðdáunarvert að fylgjast með guttanum. Leitt fyrir hann að gróðinn var fátæklegur því að allur tími sem vannst hvarf eins og dögg fyrir sólu í vegabréfa og öryggistékkinu á Stanstead...(ekki viss á stafsetningunni). Bretinn er alveg með öryggismálin í lagi og tilheyrandi "opinbera þolinmæði" með.
Jæja í gegnum öryggistékkið komst ég með töskuna mína sem er ríflega 20 ára gömul, þung og leiðinleg og ekki hægt að draga nema að skilja eftir veruleg ummerki á nylonleðrinu. Félagar mínir í ferðinni voru töluvert nær í nútíma og þægindum hvað þetta varðar.
Ég hitti svo Ragga, Mundu, Steina og Guðrúnu í lestinni á leið inn til London og fékk mér minn fyrsta "americano" kaffibolla í heilan mánuð. Við lölluðum svo inn á hótel eftir smá kortaakróbat, sem var nú bara fínt þar sem ég hafði svona frábæra tösku með í för.
Hótelið var fínt. Misþröngt en alveg nóg, amk fyrir mig. Ég þarf ekki meira. Rúmið var einnig alveg þrælfínt, enda búið við rúmhallæri í þó nokkurn tíma.
Við tók svo þrælskemmtileg helgi þar sem hvergi var sparað í mat, drykk og hlátri.
Ég verð að minnast á matinn. Við fórum á þrjá veitingastaði, mexíkanskan, franskan og svo marókóskan. Allt alveg ferlega flottir staðir með fantagóðan mat, ef undanskilið er sniglaforrétturinn á franska staðnum. Alls ekki fullnægjandi þar. En annað var frábært. Þjónarnir út um allt og svo var eldri kona þarna sem sýndi flott töfrabrögð og hefur tryggt það að Steini mun dreyma laufa þrista í mörg ár.
Marókóski staðurinn stóð upp úr fyrir mig. Maturinn var geggjaður. Ég hreinlega át yfir mig þarna og vinir mínir voru farnir að efast um hæfni mína í að stoppa. En já magnaður matur og rauðvínið var einmitt fyrirtak líka.
Jæja læt þessari færslu lokið í bili. Heill mánuður að baki sem fer í upplifunar og reynslubankann. Ég þakka þeim sem gerðu mér þetta fært og svo yndislegu samferðafólki mínu í klúbbnum. Nú tekur "alvaran" og straumur af samliggjandi virkum dögum. Þrátt fyrir að ég hafi verið í vinnu í Róm þá var þetta líka eins og frí.
Ég ætla að halda áfram að njóta helgarinnar með krökkunum mínum. Við erum búin að hugga okkur töluvert og munum halda því áfram á afmælishelgi kristinnar kirkju.
Lifið heil og gleðilega Hvítasunnu.
Arnar Thor
PS: myndir hér http://picasaweb.google.com/arnar.thor
Ummæli
Það fór um mig notalegheitahrollur þegar ég las þessa færslu gamli minn... þú ert að verða þú sjálfur aftur jibbí skippííí...
Heiðagella